STEFNUR PÍRATA

Lýðræði, gagnsæi, mannréttindi og réttarríki

Gagnsæi, öflugt réttarríki, upplýst ákvarðanataka og verndun mannréttinda eru grunnforsendur fyrir heilbrigðu lýðræðisríki. Píratar vilja ekki að almenningur þurfi að treysta þeim sem valdið hafa í blindni heldur gera þeim kleift að fylgjast með, taka þátt og veita virkt aðhald. Öflugt réttarríki er mikilvæg forsenda fyrir stöðugu efnahagslífi og blómlegu atvinnulífi. Ef spilling og mismunun fá að þrífast í stjórnkerfinu fælir það fjárfesta og frumkvöðla frá þátttöku í samfélaginu. Virk verndun mannréttinda er grundvallarforsenda lýðræðisríkis þar sem borgarar búa við frelsi og öryggi.

Stjórnmálafólk Pírata leggur ríka áherslu á samráð. Hlusta þarf á þau sem þekkja málin best og afla sérfræðiþekkingar og gagna áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar vilja efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku og leggja áherslu á fólkið – hugmyndir þess, velferð og valdeflingu. Á þessum grunni leggja Píratar áherslu á gott aðgengi að gögnum og upplýsingum, öflugt samráð og virka lýðræðisferla. Píratar vilja nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs, í fullu samráði við almenning og sérfræðinga. 

Píratar ætla að

  • Samþykkja nýja, uppfærða stjórnarskrá.

  • Tryggja aukið gagnsæi og upplýsta ákvarðanatöku.

  • Styðja við lýðræðisleg vinnubrögð innan stjórnsýslunnar.

  • Halda borgaraþing.

  • Efla réttarríkið með Lögréttu og aðgengilegra dómskerfi.

  • Styðja betur við frjálsa fjölmiðla og blaðamenn.

 

Kosningastefnur 2024

  • Umhverfis- og loftlagsstefna

    Píratar fengu hæstu einkunn í umhverfismálum síðustu alþingiskosningar frá Sólinni. Við stefnum á að endurtaka

  • Glær krukka full af smápeningum með grænni plöntu sem vex upp úr smápeningunum

    Efnahagsstefna

    Píratar tala fyrir nýrri sýn á hagkerfið. Sýn sem vefur samfélag og náttúru saman svo hagkerfið taki tillit til fleiri þátta en þeirra sem eru með

  • Þrjú nútímaleg raðhús með bröttum þökum

    Húsnæðisstefna

    Það eru mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið, því skal fara með húsnæði fyrst og fremst sem heimili. Öll umgjörð um húsnæðismarkaðinn

  • Síðhærð kona brosir og heldur á jakkanum sínum yfir öxlina

    Atvinnu- og nýsköpunarstefna

    Sjálfvirknivæðing, gervigreind og aðrar tækninýjungar breyta bæði samfélaginu og atvinnulífinu hratt. Ein stærsta áskorun

  • Lítill gulur viti stendur í grýttri hlaðningu við sjávarströndina

    Sjávarútvegsstefna

    Sjávarútvegsmál eru meðal mikilvægustu hagsmunamála þjóðarinnar og nauðsynlegt er að ná breiðri sátt í þessum málaflokki. Tryggja

  • Hönd heldur á svörtu pappírshjarta og réttir annari hönd

    Heilbrigðisstefna

    Félagsmál og heilbrigðismál eru tvær hliðar á sama peningi. Til að ná utan um þær áskoranir sem bíða okkar sem samfélag þurfa þessir tveir

  • Skuggamynd konu heldur regnhlíf yfir barni með þykkum skýjum í bakgrunni

    Geðheilbrigðisstefna

    Félagslegir þættir og lífsaðstæður hafa veruleg áhrif á geðheilbrigði. Orsakir andlegra áskorana eru oft vegna utanaðkomandi þátta og það þarf

  • Fíkni- og vímuefnastefna

    Fólk með fíknivanda ber að nálgast af virðingu og með skaðaminnkun og afglæpavæðingu að leiðarljósi. Skaðaminnkun vísar til stefnu

  • Nokkur hús við sjóinn, snæviþakið fjall í bakgrunni

    Byggðastefna

    Öll sveitarfélög landsins eiga að vera sjálfbær og geta boðið íbúum upp á þá grunnþjónustu sem þeir eiga rétt á. Þannig sköpum við

  • Ungur maður með sólgleraugu stendur við staur með krosslagða handleggi

    Framtíðarstefna fyrir unga fólkið

    Píratar ætla að skila samfélaginu betra í hendur kynslóða framtíðarinnar en við tókum við því. Til að ná því fram er ungt fólk lykilþátttakendur

  • Menntastefna

    Menntastefna Pírata byggir á framtíðarsýn um jafnræði, einstaklingsmiðað nám og samvinnu. Við viljum skapa börnum tækifæri og stökkpall

  • Stefna í málefnum eldra fólks

    Píratar vilja stuðla að tækifærum eldra fólks til að lifa sjálfstæðu lífi með reisn, tryggja þeirra mannhelgi, afkomu og styrkja tækifæri

Sjálfboðaliðar vinna hörðum höndum að því að koma öllum 18 stefnum Pírata inn á vefinn.

Stefnumótun Pírata

Félagsmenn móta og samþykkja stefnur Pírata en stefna þarf ávalt að standast viðmið grunnstefnu Pírata. Á öllum stigum er hvatt til lýðræðislegar málsmeðferðar í samræmi við lög Pírata.  

Píratar nota kosningakerfið til að samþykkja breytingar á stefnu og lögum. Stefnur fá oft umræðu á spjallkerfi Pírata.

Grunnstefna Pírata

Grunngildi og pólitísk sýn Pírata birtist í grunnstefnu flokksins. Öll stefnumál og áhersluatriði Pírata í stjórnmálum þurfa að vera í samræmi við grunnstefnuna.

Sjáðu grunnstefnuna útskýrða í myndbandi, útskýrða með táknmáli hér eða lestu hana hér að neðan.

Píratakóðinn

Píratakóðinn er sameiginleg gildayfirlýsing Pírataflokka um allan heim.


Píratar eru frjálsir

Píratar eru friðelskandi, sjálfstæðir, sjálfráðir og hlýða ekki í blindni. Þeir vilja að einstaklingar hafi vald yfir sínum persónugögnum og njóti skoðanafrelsis. Píratar axla þá ábyrgð sem fylgir frelsi.

Píratar virða friðhelgi einkalífs

Píratar vernda einkalíf. Þeir berjast gegn vaxandi eftirlitsgeggjun ríkja og hagkerfa því að slíkt hamlar frelsi og þróun hjá einstaklingum. Frjálst og lýðræðislegt samfélag þrífst ekki ef friðhelgi einkalífs er ekki virt.

Píratar eru gagnrýnir

Píratar eru skapandi, forvitnir og fylgja ekki í auðsveipni stöðnuðu kerfi. Þeir skora kerfi á hólm, leita að veikleikum og finna leiðir til að lagfæra þá. Píratar læra af mistökum sínum.

Píratar sýna sanngirni

Píratar standa við orð sín. Samstaða er mikilvæg þegar ná þarf fram sameiginlegum markmiðum. Píratar vinna gegn samfélagi sem anar áfram í blindni og bregðast við þegar þörf er á siðferðislegu hugrekki.

Píratar virða líf

Píratar eru friðsamir. Þeir hafna því dauðarefsingu og eyðileggingu á umhverfi okkar. Píratar standa fyrir sjálfbærni náttúru og auðlinda. Við viðurkennum ekki einkaleyfi á lífi.

Píratar eru fróðleiksþyrstir

Aðgengi að upplýsingum, menntun, þekkingu og vísindaniðurstöðum verður að vera ótakmarkað. Píratar styðja frjálsa menningu og frjálsan hugbúnað.

Píratar eru félagslyndir

Píratar virða mannhelgi. Þeir leggja sig fram við að koma á samfélagi þar sem samstaða ríkir og þar sem hinir sterku vernda og aðstoða þá sem veikari eru. Píratar standa fyrir stjórnmálamenningu sem er hlutlæg og réttlát.

Píratar eru alþjóðlegir

Píratar eru hluti af alþjóðlegri hreyfingu. Þeir nýta sér þau tækifæri sem Internetið býður upp á og geta þannig hugsað og unnið án landamæra.

Stefnumótunarferlið

  1. Félagsmenn móta tillögu að stefnu á málefnafundum

  2. Mótuð stefna er kynnt á félagsfundi og greidd atkvæði um hvort hún skuli fara í vefkosningu grasrótar

  3. Ef meirihluti félagsfundar kýs stefnu áfram í fer stefnan í umræðu í kosningakerfi Pírata í 7 daga

  4. Kosning fer fram í vefkosningakerfi Pírata og þar er stefna er samþykkt eða henni hafnað

  5. Stefnur aðildarfélaga Pírata um allt land afgreiðast í ofangreindu ferli

  6. Allar stefnur Pírata er að finna á x.piratar.is 

  7. Fyrir kosningar bjóða frambjóðendur fram áherslur byggðar á stefnum Pírata, áherslurnar eru einskonar úrval stefnumála að sem frambjóðendur leggja fram í kosningarbaráttu.  

    Allar stefnur má endurskoða hvenær sem er í samræmi við fyrrgreint ferli. Stefnumál Pírata eru öll aðgengileg í kosningakerfi Pírata, ásamt upplýsingum um kosninguna sjálfa. 

Stefnu- og málefnanefnd

Nefndin er félagsfólki, kjörnum fulltrúum og nefndum, stjórnum, ráðum og aðildarfélögum Pírata til aðstoðar varðandi stefnumótun og málefnastarf innan flokksins.

Hægt er að hafa samband við stefnu- og málefnanefnd í gegnum netfangið stefnunefnd@piratar.is